Fréttir
Utanríkisráðherra í heimsókn
Lilja Alfreðsdóttir var fyrirlesari dagsins
Fyrirkomulag rótarýfundar sl. fimmtudag riðlaðist nokkuð því tillit þurfti að taka til þéttrar dagskrár ráðherra. Lilja rakti eins og allir fyrirlesarar klúbbsins, tengsl sín við Hafnarfjörð og minntist m.a. ánægjulegra heimsókna í Hellisgerði.
Hún fjallaði um útgöngu Bretlands úr ESB og þau árhrif sem það getur haft á Ísland.
Hún fjallaði um öryggismál, Norðurslóðaverkefnið, útflutning og fl. að sjálfsögðu kom hún aðeins inn á stjórnarmyndunarviðræðurnar.