Fréttir

1.9.2011

Klúbblög aðlöguð að Grundvallarlögum Rótarý

Á klúbbþingi í dag voru kynntar örfáar breytingar á lögum klúbbsins til samræmis við Grundvallarlög Rótarý. Breytingarnar voru samþykktar á fundi stjórnar 29. ágúst sl. Á þinginu voru einnig umræður um fyrirkomulag félagsgjalda og hvað ætti að vera innifalið.

Breytingar á lögunum voru eftirfarandi:

Í 2. gr. 1. mgr. bætist við á eftir ... verðandi forseti, „sem jafnframt er varaforseti“, ...

Í 21. gr. fjölgar þjónustunefndum í 5 og verður æskulýðsnefnd 5. þjónustunefndin.

Í 24. gr. bætist við um fundarsókn, „Það telst fundarsókn ef félagi er viðstaddur 60% fundartímans eða er óvænt kallaður af fundi af ástæðum er stjórnin telur gildar.“

Í 25. gr. breytist útreikningur á mætingu (sem þegar hefur verið gerður í félagakerfinu) að nú er stjórn aðeins heimilt að undanþiggja félaga frá mætingu í allt að 12 mánuði. Þá þarf félagi að vera orðinn 65 ára og summa af aldri og félagsaðild í einum eða fleiri rótarýklúbbum að vera 85 ár eða meira til að félagi geti skriflega óskað eftir því að vera undanþeginn mætingarskyldu.

Þá bætist við liður, „Félagi sem er embættismaður RI er undanþeginn mætingarskyldu.“

Lokaliður greinarinnar breytist og verður: Ef félagi er undanþeginn mætingarskyldu sk. töluliðum 2 (85 ára reglan) eða tölulið 3 (embættismaður RI) skal félaginn og mæting hans talin með í þeirri tölu sem notuð er til að reikna úr mætingarhlutfall klúbbsins.

Með þessari breytingu á 25. gr. er verið að staðfesta að það dregur niður mætingu klúbbs sé einstaklingi veitt undanþága frá mætingarskyldu vegna annarra ástæðna en skv. 85 ára reglunni og því að félagi sé embættismaður RI.

Félagsgjöldin

Nokkur umræða var um það hvað vera ætti innifalið í félagsgjöldum, hvort taka ætti upp jafnaðargjald og félagsgjaldið almennt.

Önnur mál

Hvatning kom frá rótarýfélaga að gera átak í að taka inn nýja félaga og var tekið undir það.

Uppfærsla á heimasíðunni var kynnt og félagar hvattir til að tilkynna um breytingar á atvinnu en stefnt er að því að fjalla meira um félagana á síðu klúbbsins og nýjungar í störfum félaganna.


Hfj_haus_01