Fréttir
Ný heimasíða fyrir umdæmisþingið
Undirbúningur fyrir 58. umdæmisþing Rótarýumdæmisins á Íslandi, sem haldið verður í Hafnarfirði 25.-26. júní nk. er í fullum gangi. Hjalti Jóhannsson er formaður undurbúningsnefndar sem hefur sett saman dagskrá og verð. Hefur Guðni Gíslason útbúið sérstaka heimasíðu fyrir þingið sem auðveldast er að finna með því að smella á merki þingsins hér til hægri.Á síðunni er að finna dagskrá og ýmsar upplýsingar sem tengjast þinginu og verða færðar inn eftir hendinni og þarna er líka hægt að skrá sig á þingið og í þá dagskráliði sem í boði er ásamt hótelgistingu. Eru rótarýfélagar hvattir til að skrá sig sem fyrst en við Hafnfirðingar stefnum að því að gera þingið ánægjulegt og eftirminnilegt.