Fréttir
  • Frá þorrablóti klúbbsins 2011

27.1.2012

Þorra blótað og sopið úr horni kvennanna

Þorrablót klúbbsins var haldið að venju í hádeginu í gær. Mæting var góð og áttu menn glaða stund og var vel tekið á þorramatnum.

Hornið góða látið ganga á Þorrablóti klúbbsins 2011Skemmtinefndin með Arnar Smára í fararbroddi tryggði að brennivínshornið var fyllt og gekk hann með það á milli manna. Hornið, sem eiginkonur kúbbfélaga gáfu klúbbnum á síðustu öld, er með þannig gert að ekki er hægt að leggja það frá sér fyrr en tæmt hefur verið úr því. Hefur þetta átt að tryggja glaðlyndi karlanna á þessum skemmtifundum en þeir voru kvenmannslausir á þorrablótum.

Konurnar syngja með Sigga á Þorrablóti klúbbsins 2011Siggi Björgvins. var með gítarinn og var sungið dátt en hann flutti heilmikinn fróðleik um þorrann sem látið var vel af. Síðasta lagið var Matseðill við lagið Öxar við ána.

 

Þessi bragur barst til Lúxemborgar árið 1987 frá Íslendingum í Stuttgart og er textinn svona:

Formaður skemmtinefndar glaður með brennivínshornið á þorrablótinu 2011Fram skulu reiddar
sauðkindur seyddar,
sýrðar og reyktar og höggnar í spað.
Allt það er seðjur,
augu, sem hreðjar,
innbyrði gestirnir þegar í stað.
Namm, namm, lostætið ljúfa.
Namm, namm, lundabaggi og svið.
Tros og tormelt rengi,
tyggjum vel og lengi,
á tanngörðunum vinnum við.
         (Fífill úr Brekku)


Hfj_haus_01