Fréttir
  • Sigurbjörn Kristinsson

29.12.2011

Sigurbjörn Ó. Kristinsson er látinn

Heiðursfélagi okkar, Sigurbjörn Ó. Kristinsson málarameistari er látinn.

Sigurbjörn eða Bjössi eins og hann var kallaður í vinahópi, fæddist 5. mars 1924. Hann gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar 3. júní 1971 fyrir starfsgreinina húsamálun. Hann var alla tíð tryggur félagi og lét sig sjaldan vanta á fundi og í ferðir. Félagar þekktu hann best fyrir listmálun en á fjölmörgum jólamerkjum klúbbsins eru myndir eftir hann.

Bjössi lést á aðfangadag jóla. Eftirlifandi eiginkona Bjössa er Margrethe Kristinsson og börn hans eru fjögur, Björn, Anna, Edda og Helga.

Klúbbfélagar votta Margrethe og fjölskyldu allri dýpstu samúð og þakka Sigurbirni ánægjulega samfylgd.


Hfj_haus_01