Fréttir
  • Ferðahópur Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar til Stokkhólms 2009

18.4.2009

Vel heppnuð Stokkhólmsferð á enda

Nú var að ljúka síðasta heila degi okkar hér í Stokkhólmi og um hádegisbil á morgun verður haldið heima á leið. Hópurinn fór saman í Óperukjallarann (sem var á annarri hæð) og borðaði saman fína máltíð og fólk skemmti sér konunglega. Sumir meira en aðrir enda var "útsýnið" ekki eins hjá öllum. Myndir af því útsýni verður ekki sýnt hér.

 Ferðahópur Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar til Stokkhólms 2009

Svei mér ef það var ekki hlýrra í kvöld en í dag. Kvöldið í Óperukjallaranum var vel heppnað enda allir í sólskinsskapi. Góður matur og hress þjónn dugði fyrir marga. Þjónninn var finnskur, frá Savonlinna, mjög elskulegur og léttur, lánaði Kidda gleraugun sín og þjóaði okkur vel ásamt stúlku, kollega hans. "Útsýnið" kom frá Danmörku, sumt merkt Sony-Ericsson og vakti mikla kátínu og margir fóru með glampann í augunum heim en sönnunargögnin eru á myndavélakubbum víða.
Stokkholm_090418_090Stokkholm_090418_080Verslanir í Stokkhólmi nutu góðs af deginum þó súrt sé að margfalda með 16 í stað 9. Stokkhólmur er að flestra mati gríðarlega falleg borg, stórborg með glæsilegum byggingum og mörum glæsilegum verslunum. Franskar sérsaumaðar skyrtur fyrir 1500 kr. , hvítar slaufur, skór, skyrtur svo ekki sé minnst á föt á barnabörnin fylltu innkaupapokana og ferðirnar heim á hótel voru margar.  Góð ferð er á enda og fleira verður líklega ekki skrifað hér frá Stokkhólmi.

Sjá myndir í myndaalbúmi hér

kveðja, Guðni.

 


 


Hfj_haus_01