Bjarni Þórðarson er látinn
Félagi okkar, Bjarni Þórðarson er látinn. Bjarni fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1936 og gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar 27.4.1979 fyrir starfsgreinina tryggingarstærðfræði og var alla tíð mjög virkur rótarýfélagi bæði í klúbbum okkar og í Rótarýumdæminu þar sem hann var umdæmisstjóri 2003-2004.
Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn, m.a. var hann gjaldkeri klúbbsins 1985-1986, ritar 1990-1991 og forseti 1993-1994. Bjarni gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Rótarýumdæmið, var formaður fjárhagsráðs umdæmisins frá 2004 til dauðadags og var um árabil fulltrúi umdæmisins á löggjafasamkomu alþjóðahreyfingarinnar.
Eftirlifandi eiginukona Bjarna er Kristín Guðmundsdóttir og dætur hans eru þrjár Þórdís, Hildur og Valgerður. Kristín er virkur félagi og stjórnarmaður í Innerwheelklúbbi Hafnarfjarðar og Þórdís er félagi okkar í klúbbnum.
Klúbbfélagar votta Kristínu, Þórdísi og fjölskyldu allri dýpstu samúð og þakka Bjarna ánægjulega samfylgd.