Fréttir

30.11.2006

Jólafundurinn

Jólafundurinn er á fimmtudaginn og þá eru rótarýfélagar hvattir til að taka með sér maka og gesti. Sigurjón Pétursson og frú hafa verið svo elskuleg að bjóða okkur heim til sín á Austurgötuna á undan og er mæting hjá þeim kl. 18 en hátíðin verður í Skútunni og hefst upp úr kl. 19. Eru þeir félagar sem geta hvattir til að láta keyra sig á staðinn og þaðan í Skútuna ef hægt er því lítið er um bílastæði nema við Fjörð. Þrjár stúlkur, söngnemar úr Söngskólanum syngja jólalög og Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir flytur hugvekja. Paul Harris viðurkenningar verða veittar. Þeir sem ekki hafa tilkynnt sig geri það til Steingríms í síma 8922783 eða í steingrimur@steinmark.is

Hfj_haus_01