Fréttir
Rótarýfundur í skála Norðmanna
Sl. fimmtudag Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar reglulegan fund sinn í Bjálkahúsi Félags Norðmanna á fallegum stað í Heiðmörk. Hefð er að verða til í klúbbnum að hittast þarna einu sinni á sumri og hefur það verið tilhlökkunarefni undanfarin sjö ár.
Fyrir tilbreytingunni hafa staðið klúbbfélaginn Guðbjartur og kona hans Sissel Einarsson. Oftast eru borð dúkuð utan dyra en leitað er inn í skálann sé veður úti of vott. Fjölmargir félaganna buðu mökum sínum í þessa skógarferð og létt var yfir fundargestum í fögru umhverfi. Sigurður Hallgrímsson, fyrrverandi forseti, stýrði fundi, Daníel Sigurðsson hélt 3ja mínútna erindi og Brynjólfur Jónsson skógræktarstjóri flutti aðalfyrirlestur dagsins.