16.10.2003
Lifandi tónlist á fundi
Þrír ungir tónlistarmenn frá Cuxhaven komu á fundinn í dag í boði Gunnars Gunnarssonar skólastjóra Tónlistarskólans, en tónlistarmennirnir eru í heimsókn hjá skólanum í eina viku og gista á heimilum nemenda skólans. Þetta eru þeir Till Benedikt, Patrick og Jonas en Rótarýklúbburinn í Cuxhaven styrkti ferð þeirra til Íslands.