Fréttir
  • Jón Bergsson

19.9.2011

Teikningar Bjarna komnar á vefinn

Teikningar Bjarna Jónssonar, fyrrum félaga í klúbbnum af rótarýfélögunum hafa nú verið settar á vefinn. Bjarni teiknaði rótarýfélagana árið 1996 fyrir 50 ára afmælisbók klúbbsins. 10 árum síðar fékk þáverandi forseti Bjarna til að teikna þá sem bæst höfðu við í tilefni af 60 ára afmæli klúbbsins.

Myndirnar frá 2006 eru skannaðar af frummyndunum en eldri myndirnar eru skannaðar úr bókinni þar sem ekki er vitað hvar frummyndirnar eru. Enn vantar nýrri félaga og í klúbbnum er góður teiknari sem vonandi fæst til verksins.

Mynirnar má finna í Myndasafni klúbbsins auk þess sem þær birtast af handahófi á forsíðu. Með því að halda bendlingum yfir myndinni má sjá nafn viðkomandi - sjáist það ekki auðveldlega.


Hfj_haus_01