Fréttir
Umdæmisstjóri í heimsókn á afmælisdaginn
Rótarýklúbburinn 68 ára
Það var hátíðarbragur á fundi klúbbsins fimmtudaginn 9. október sl. Þann dag fagnaði klúbburinn 68 ára afmæli og þann sama dag hafði Guðbjörg Alfreðsdóttir umdæmisstjóri boðað komu sína í formlega heimsókn. Þá var nýr félagi tekinn inn í klúbbinn eins og kemur fram í frétt hér að neðan.
Eitt af hlutverkum umdæmisstjóra er að heimsækja alla rótarýklúbba landsins, ræða við stjórnir og segja rótarýfélögum frá helstu áhersluatriðum ársins og upplýsa rótarýfélagana um ýmislegt í starfi Rótarý. Góður rómur var gerður að ræðu Guðbjargar enda var ræða hennar yfirgripsmikil og vönduð.
Í tilefni dagsins bauð kokkurinn upp á sjávarréttakoteil í forrétt og dýrindis súkkulaðiköku með rjóma í eftirrétt.