Fréttir
50 ára afmæli Tórshavnar Rotary Klubbi
Forseti og ritari ásamt mökum mættu í afmælisveisluna
Vinaklúbbur Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, Tórshavnar Rotary Klubbi fagnaði 50 ára afmæli sínum með afmælisveislu nú í lok janúar. Forseti og ritari ásamt mökum þáðu boð klúbbsins og mættu til afmælisveislunnar.
Þetta var í alla staði frábær veisla og vel tekið á móti hafnfirsku gestunum. Áhugi er fyrir því hjá færeysku rótarýfélögunum að efla gagnkvæm tengsl milli klúbbana og taka upp þráðinn að nýju.
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur í tvígang heimsótt Færeyjar og hafa Færeyingarnir endurgoldið heimsóknirnar.