Fréttir

1.4.2004

Ragnar Björnsson látinn

Ragnar Björnsson félagi okkar lést að morgni fimmtudagsins 1. apríl á 88. aldursári. Ragnar gerðist félagi í klúbbnum árið 1958 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn og var gerður að Paul Harrisfélaga árið 1990. Ragnar var húsgagnabólstrari og stofnaði eigið fyrirtæki ári 1943 og fagnaði 60 ára afmæli fyrirtækisins með því að flytja í ný glæsileg húsakynni í desember sl. Eftirlifandi eiginkona Ragnars er Ólafía Helgadóttir. Félagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar minnast Ragnars með virðingu og vottar Ólafíu, dætrum þeirra tveimur og fjölskyldum samúðar.

Hfj_haus_01