Fréttir
Nýr félagi tekinn inn
Kolbrún Benediktsdóttir er nú yngsti félaginn í klúbbnum
Í gær var Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tekinn inn í klúbbinn með hátíðlegri athöfn. Hún er fjórði félaginn sem tekinn er inn í klúbbinn á þessu ári og er nú sú yngsta í klúbbnum.
Kolbrún hélt mjög fræðandi erindi á klúbbfundi fyrir skömmu og það var í beinu framhaldi af því sem hún var tekin inn í klúbbinn.
Kolbrún er fædd 19. maí 1978 og er gift Hauki Agnarssyni. Hún kemur inn í klúbbinn fyrir starfsgreinina Opinber stjórnsýsla.
Þrír af þeim fjórum félögum sem teknir hafa verið inn á þessu ári eru nú yngstu félagar klúbbsins og Kolbrún yngsti félaginn.
Bessi H. Þorsteinsson forseti klúbbsins nældi merki Rótarý í Kolbrúnu til staðfestingar þess að hún væri nú fullgildur Rótarýfélagi.