Fréttir

28.11.2008

Hátíðartónleikar Rótarý

Þóra Einarsdótti, óperusöngkona og Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari

Miðaverð er 3.500 kr. Mun sala þeirra fara fram á netinu. Smellið hér.  Þess er vænst að Rótarýfélagar fjölmenni nú sem fyrr ásamt mökum sínum og gestum - og fylli húsið báða dagana enda mun hátíðleikinn og gleði okkar góða félagsskapar ríkja  á báðum tónleikunum.

Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, sem hlaut hinn eftirsótta styrk Tónlistarsjóðs Rótarý fyrir tæpu ári, kemur nú einnig fram á tónleikunum - en hún var bundin erlendis við tónleikahald þegar síðustu tónleikar voru haldnir.

Síðast en ekki síst mun styrkþegi ársins 2009 flytja tónleikagestum list sína en hann hefur verið valinn úr hópi fjölmargra efnilega tónlistarmanna.  Samkvæmt venju verður nafn hans ekki opinberað fyrr en á sjálfum tónleikunum, þegar hann veitir styrknum viðtöku úr hendi umdæmisstjóra, Ellenar Ingvadóttur.

Miðaverð er 3.500 kr. Mun sala þeirra fara fram á netinu. Smellið hér.  Þess er vænst að Rótarýfélagar fjölmenni nú sem fyrr ásamt mökum sínum og gestum - og fylli húsið báða dagana enda mun hátíðleikinn og gleði okkar góða félagsskapar ríkja  á báðum tónleikunum.

Samkvæmt venju verður boðið upp á freyðivín og kransakökur í hléi og er þess vænst að fólk komi prúðbúið til hátíðarinnar. Gæsla verður í fatageymslu.


Hfj_haus_01