20.7.2006
Tveir golfbikarar til klúbbfélaga
Þeir Gunnar Hjaltalín, Kári Valvesson, Páll Pálsson, Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Sigurður Þorleifsson og Hallgrímur Jónasson tóku þátt í golfmóti Rótarýklúbbanna sem fram fór á þriðjudaginn. Klúbbfélögum hefur gengið nokkuð vel í þessum mótum og nú kræktu þeir sér í tvo bikarara. Sveit Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar vann sveitakeppnina og Guðmundur Friðrik vann einstaklingskeppnina. Glæsilegur árangur hjá golfspilurunum. Myndin sýnir er Guðmundur Friðrik afhendir Guðna forseta klúbbsins bikarana til varðveislu.