Fréttir
Með forseta Íslands á umdæmisþingi Rótarý
Fjórir fulltrúar klúbbsins eru nú á umdæmisþingi Rótarý sem haldið er á Ísafirði nú um helgina. Á góðum hátíðarrótarýfundi Rótarýklúbbs Ísafjarðar flutti forseti Íslands áhugaverða hvatningarræðu og á meðfylgjandi mynd er hann með hafnfirsku fulltrúunum.
Á myndinni eru ásgerður Ingólfsdóttir, Jóhannes Pálmi Hinriksson, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, Guðni Gíslason, forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Sigríður Inga Svavarsdóttir, Steingrímur Guðjónsson, Edda Möller, Rótarýklúbbnum Straumi og Einar Eyjólfsson