Fréttir
Ferðatillögur 2004
Eftirfarandi hefur borist frá Ferðanefndinni okkar:1. Haustferðin 2003, 27. september.:
Farið á jeppum í Slunkaríki í mynni Þórisdals. Farið verður um Hvalfjörð, Skorradal, Uxahryggi og upp með Stóra Björnsfelli í Slunkaríki og síðan líkleg kvöldverður í Valhöll á heimleiðinni. Þetta er ferð með mökum. Allir eiga að koma með, einnig þeir sem ekki eiga jeppa. Þeim verður komið fyrir hjá þeim sem eru jeppandi.
2. Vorferðin 2004:
Raufarhólshellir, veitingastaðurinn Hafið bláa hafið, Strandarkirkja og Herdísarvík. Laugardagur 1. maí 2004. Þetta er ferð með mökum. Í þessa ferð verður farið í rútu.
3. Sumarferðin 2004:
Hugmyndir að ferð í ágúst 2004:
1. Ilulissat vinabær Hafnarfjarðar í Grænlandi.
2. Menningarferð á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn.
3. Klettafjöllin og Utah í USA.
4. París/Brussell (Rótarýfélaginn Kjartan Jóhannsson sendiherra ræður ríkjum í Brussel).
Framangreindar hugmyndir er verið að meta m.t.t. verðs, tímalengdar ofl.