Fréttir
  • S-Afríku rótarýfélagar skoða blóm í Krýsuvík

21.6.2012

Rótarý vinaheimsókn frá S-Afríku

Fern hjón úr Rotary Club of Paarl í S-Afríku www.paarlrotary.co.za  heimasækja nú íslenska rótarýfélaga.

Félagar úr Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar ásamt umdæmisstjóra tóku á móti hópnum í Bláa lóninu í hádegismat. Þaðan var farið með hópinn til Grindavíkur í Saltfisksetrið og síðan til Krýsuvíkur undir leiðsögn Eyjólfs Sæmundssonar. Í hópnum eru Steyn and Gill Pienar, Robert and Elsabe Koch, Gosse (Guus) and Margaret (Margie) Molenaar og Kevin and Lucia Sterling.

S-Afríku rótarýfélagar ásamt móttökunefnd fyrir utan Sievertsenhúsið í HafnarfirðiKomið var til Hafnarfjarðar þar sem rótarýfélagarnir gistu á heimilum rótarýmanna, ein hjón hjá Guðna Gíslasyni, ein hjón hjá Sigurði Þórðarsyni auk þess sem Gunnhildur Sigurðardóttir ljáði íbúð sína undir tvenn hjón. Hópurinn og gestgjafar snæddu svo kvöldmat í boði klúbbsins í Fjörukránni en það voru þreyttir ferðalangar sem lögðust til svefns um kvöldið eftir lítinn svefn nóttina á undan. Morguninn eftir skoðaði hópurinn Fríkirkjuna í Hafnarfirði þar sem rótarýfélaginn Einar Eyjólfsson tók á móti hópnum en þá hafði Róbert Melax sem er félagi í Paarl rótarýklúbbnum bæst við hópinn. Hópurinn skoðaði því næst Hafnarborg og síðan Byggðasafnið þar sem rótarýfélaginn Björn Pétursson tók á móti hópnum.

Hafnfirðingarnir skiluðu svo hópnum af sér til Rótarýklúbbs Reykjavíkur en auk þeirra taka Rótarýklúbbur Seltjarnarness þátt í móttöku hópsins, Rkl. Reykjvík-Austurbær, Rkl. Selfoss og Rkl. Vestmannaeyja.

S-Afríku rótarýfélagar í HafnarfirðiHópurinn mun skoða fjölda staða, fara um Borgarfjörðinn, Snæfellsnes, Auðurland og til Vestmannaeyja en hópurin verður kvaddur á fundi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar fimmtudaginn 28. júní.



Hfj_haus_01