27.9.2004
Árshátíðin blásin af!!
Vegna ónógrar þátttöku hefur árshátíð Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar verið blásin af en aðeins 30% félaga höfðu sýnt áhuga á þátttöku. Eflaust ræður Brusselferðin nokkru þar um en árshátíðin hefði verið skemmtilegur endapunktur á þeirri ferð. Þeir sem ekki fara til Brussel verða að bíða jólafundar klúbbsins eftir fínum klæðnaði og skemmtun með rótarýfélögum og mökum.