Góð hellaferð
Tæplega 30 manns tóku þátt í 1. maí-ferð klúbbsins sem ver einstaklega vel heppnuð. Rótarýfélagar úr Straumi tóku þátt í ferðinni og alltaf ánægjulegt að eiga samstarf við þennan dótturklúbb okkar.Eyjólfur Sæmundsson leiddi hópinn í hellinn Leiðarenda sem er rétt við Bláfjallaveg, rétt ofan við námu Hafnarfjarðarbæjar. Hellirinn er mjög fallegur sökkrauður á kafla með dropasteinum sem fara þarf mjög varlega að. Hellirinn er stór og aðeins var skoðaður hluti hans og var sums staðar vítt til veggja en einnig þurfti að klöngrast yfir hindranir þar sem mjög lágt var til lofts. Tekið var lagið innst í hellinum.
Síðan var haldið yfir Hellisheiði og ekið í gegnum Þorlákshöfn áður en haldið var í "Hafið bláa" við Ölfusárbrú þá neðstu og snædd gómsædd fiskisúpa. Þaðan var haldið í Strandakirkju þar sem við fengum nokkurn fróðleik um kirkjuna í þessari 15-16 manna sókn. Þaðan var síðan haldið í Herdísarvík þar sem menn fengu kaffi og meðlæti og það var ánægður hópur sem kom heim eftir um 8 tíma ferð. Bestu þakkir til fararstjóranna og ekki síður til Jóns Bergssonar sem á skemmtilegan hátt bætti við næstum óþrjótandi fróðleik Eyjólfs.