Fréttir

3.7.2014

Jóhannes Pálmi er nýr forseti

Ný stjórn tók við á stjórnarskiptafundi í dag

J. Pálmi Hinriksson tók í dag við sem nýr forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. Jón Auðunn Jónsson, fráfarandi forseti, setti á hann fosetakeðjuna, nældi forsetamerkið í hann og afhenti honum þá muni sem fylgja forsetanum, drykkjarhornið fræga frá InnerWheel konunum og áttæringurinn frá Tórshavnar Rotaryklubbi sem forseti benti reyndar á að væri aðeins sexæringur.


Stjórn Rkl. Hafnarfjarðar 2014-2015 f.v.: Jón Auðunn Jónsson fráfarandi forseti, Trausti Sveinbjörnsson stallari, Eyjólfur Sæmundsson verðandi forseti, J. Pálmi Hinriksson forseti, Víðir Stefánsson gjaldkeri og Bessi Þorsteinsson ritari.

Óskaði fráfarandi forseti nýjum forseta og stjórn farsældar í starfi. Í ávarpi nýs forseta kom fram að stefnt væri á öflugt starf í klúbbnum á starfsárinu, fjölgun félaga, þátttöku í samfélagsverkefnum og hvatti rótrýfélaga til dáða.

Stefnuræðu forseta má nálgast hér.



Hfj_haus_01