Fréttir
Julie kemur -- Bienvenue Julie!
Á myndinni er f.v. Julie, Eygló, Jón Ásgeir, Halldór, Tinna (kærasta Ólafs Garðars) og Jakob sonur Guðna en hún mun dvelja hjá Guðna og Kristjönu annað tímabilið. --Julie Carlier, 16 ára skiptinemi klúbbsins frá Frakklandi, kom til landsins í gær, laugardag. Hún var svo óheppin að báðar ferðatöskurnar hennar fóru eitthvert annað. Hún dvelur fyrsta tímabilið hjá Halldóri M. Ólafssyni og Katrínu Eygló Hjaltadóttur að Brekkugötu 12. Hún mun heimsækja okkur á Rótarýfundi á fimmtudag og eru félagar hvattir til að taka vel á móti henni.