Fékk Paul Harris viðurkenningu
Á hátíðarkvöldverði á fjölþjóða æskulýðsráðstefnunni EEMA heiðraði umdæmisstjóri Jón Ásgeir Jónsson, Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og formann undirbúningsnefndar ráðstefnunnar, Paul Harris orðu með þremur steinum.
Jón Ásgeir hefur starfað um langt árabil að æskulýðsmálum Rótarý og var lengi formaður æskulýðsnefndar umdæmisins. Sveinn H. Skúlason umdæmisstjóri þakkaði Jóni Ásgeiri vel unni störf og minntist þess að þrír synir hans, sem allir voru á ráðstefnunni, höfðu verið skiptinemar og að eiginkona Jóns, Jónína Kristjánsdóttir hafi ávalt staðið með bónda sínum í þessu mikla starfi.
Mynd: Sveinn H. Skúlason, Jónína Kristjánsdóttir og Jón Ásgeir Jónsson. Ljósmynd: Egill Jónsson.