Jessica Ruth Fleming verður skiptineminn okkar
Jón Guðnason fer sem skiptinemi til Frakklands
Jessica Ruth Fleming eða Jessi eins og hún er kölluð verður skiptinemi Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar 2013-2014. Hún kemur frá Sewickley sem er úthverfi frá Pittsburg í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og er fædd 1997. Hún eina yngri systur og eldri bróður og systur. Hún verður hjá Guðna og Kristjönu fyrsta tímabilið og segist mjög spennt að koma.
Jessi mun stunda nám við Flensborgarskóla og verður Ólafía, kona Jóns Auðuns trúnaðarmaður hennar. Hún er mjög virk í félagsstarfi, í skólanum og í skátastarfi auk þess sem hefur stundað píanónám og nám á fiðlu auk þess sem hefur sjálf lært að spila á gítar. Stefnir hún að því að koma með úkúlele með sér til Íslands. Pabbi hennar er prófessor í lífrænni efnafræði en mamma hennar er heimavinnandi. Þau hafa ferðast nokkuð og dvalið m.a. í nokkra mánuði bæði í Svíþjóð og í Þýskalandi. Þá hefur hún farið nokkrum sinnum farið til Nýja Sjálands til afa og ömmu en foreldrar hennar eru þaðan.
Jessi hefur gaman af tungumálum og hefur lært þýsku og spænsku auk þess sem hún hefur spreytt sig á sænsku á netinu og er nú byrjuð að fikra sig áfram með íslenskuna.
Stuðningsklúbbur hennar er Quaker Valley rótarýklúbburinn í umdæmi 7300.
Jón fer til Frakklands
Jón Guðnason, sonur Guðna og Kristjönu fer til Frakklands. Ekki hafa enn borist upplýsingar um það hvar hann verður í Frakklandi. Jón er á fyrsta ári í Fjölbrautarskóla Garðabæjar og verður 17 ára í nóvember. Hann verður því fulltrúi klúbbsins og Íslands í Frakklandi.