25.9.2002
Skiptinemi í heimsókn
Síðasti fundur var haldinn í skógræktarreit kúbbsins. Það var gert í virðingarskyni við Jón Magnússon í Skuld sem var heiðursfélagi klúbbsins en hann hefði orðið 100 ára um þessar mundir. Bústaður hans og skógur er rétt við skógræktarreit klúbbsins. Á fundinn komu börn og ættingjar Jóns og var hans minnst af Birni Árnasyni. Á fundinn kom einnig fyrrum skiptinemi klúbbsins Sarah Hempel ásamt kærasta sínum en hún hyggst dvelja hér á landi í nokkurn tíma. Er mjög ánægjulegt að fá að sjá fyrrum skiptinema hér á landi aftur.