Fréttir
Meðal rótarýfélaginn er 64 ára
Þegar skoðaður er aldur klúbbfélagana 76 í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar kemur í ljós að meðalaldur félaga er 63,8 ár. Og það kemur meira í ljós!
Miðgildið er hins vegar 62,9 ár sem segir okkur að það eru aðeins fleiri félagar í hópnum sem er 63,8 ár aog yngri en í eldri hópnum. Yngsti félaginn er 39,1 árs og sá elsti er 88,1 árs.
Meðalaldur félaganna við inngöngu í klúbbinn er 47,1 ár.
Ef hins vegar er skoðaður inngöngualdur félaga sem komu í klúbbinn fyrir aldamót þá kemur í ljós að meðalaldur við inngöngu var 41,2 ár. Í þessum hópi eru 32 félagar.
Eftir aldamót hafa 44 félagar gengið í klúbbinn og meðalaldur þeirra við inngöngu er 51,4 ár.
Eingöngu er skoðaður inngöngualdur þeirra félaga sem enn eru í klúbbnum.