13.12.2006
Útnefndir Paul Harris félagar
Á jólafundi klúbbsins voru fjórir góðir rótarýfélagar útnefndir Paul Harris félagar og fengu orðu, prjónmerki og skjal þess til sönnunar. Fyrir hvern Paul Harris félaga greiðir klúbburinn 1000 dollara í Rótarýsjóðinn sem fer til góðra málefna. Þeir sem voru útnefndir voru: Guðbjartur Einarsson, Guðmundur Rúnar Ólafsson, Kristján Stefánsson og Sigurður Hallgrímsson. Þá hafa 43 einstaklingar verið útnefndir Paul Harris félagar frá stofnun klúbbsins. Á myndinni má sjá f.v. Gunnhildi Sigurðardóttur,verðandi forseta, Sigurð Hallgrímsson, Kristján Stefánsson, Guðmund Rúnar Ólafsson, Guðbjart Einarsson og Guðna Gíslason, forseta klúbbsins. -- Ljósm. Sigurjón Pétursson.