Fréttir

23.8.2004

Skiptineminn kominn

Camila Chabar, 18 ára skiptinemi frá Sao Paulo í Brasilíu kom til landsins í gær, 22. ágúst. Guðni Gíslason, formaður æskulýðsnefndar tók á móti henni á flugvellinum og dvaldi hún á heimili hans fyrstu nóttina. Hún var svo óheppin að fá ekki farangurinn sinn með en vonandi kemur hann í dag. Fyrsta heimili hennar verður hjá Steingrími Guðjónssyni og Ingu á Miðvangi 87, en þau voru svo elskuleg að vilja hýsa hana. Camila kemur á fundinn á fimmtudag og eru rótarýfélagar hvattir til að taka vel á móti henni. netfangið hennar er camila.chabar@terra.com.br Trúnaðarmaður hennar er Gyða Björnsdóttir.

Hfj_haus_01