Fréttir

2.8.2002

Komin á staðinn

Nú erum við komin til Bandaríkjanna án óhappa. Enn voru vegabréf til vandræða en lögregluþjónn í Keflavík bjargði því máli og fann andlitið sem passaði við vegabréfið sem fannst á gólfinu. Í Minneapolis beið okkar ágæt rúta sem var snarlega merkt með Rótarý merki og faramerkinu okkar og svo haldið af stað. Klukkan var um 11 á íslenskum tíma og ekið í 4 tíma með einu matarstoppi þar sem eigandi sveitarkráar bauð alla velkomna með handabandi og stór banner með Welcome Icelanders (og bjórauglýsingu)hékk á vegg. Þegar við komum á hótelið var einnig kveðja til okkar á útiskilti svo greinilegt er að tekið er vel á móti okkur. Veðrið er mjög gott, rúmlega 20°C og hálfskýjað og nú höldum við í daglanga rútuferð til Grand Forks þar sem við verðum í tævær nætur. ERfið en góð byrjun á geysilega spennandi ferð.

Hfj_haus_01