10.9.2004
Skiptinemar í heimsókn
Ragnar Unnarsson, sem fór sem skiptinemi til Brasilíu fyrir nokkrum árum heimsótti klúbbinn og hélt erindi um dvöl sína í Brasilíu sl. vor þar sem hann tók upp þátt sem sýndur hefur verið á Skjá einum við góðar undirtektir. Hann átti samstarf við tvo skiptinema sem dvöldu hér hjá klúbbnum, Sesar Braga og Karen Tanaka. Á fundinn kom einnig Gylfi Guðmundsson (Rúnars Ólafssonar)sem einnig var skiptinemi klúbbsins í Brasilíu auk þess sem nýi skiptineminn okkar, Camila Chabar kom á fund í fyrsta sinn og heilsaði upp á félaga. Á myndinni eru frá vinstri: Ragnar, Camila og Gylfi