Fréttir

31.10.2016

Fékk Paul Harris frá Rótarýumdæminu

Á lokahófi umdæmisþings Rótarý á Íslandi var tveimur rótarýfélögum þökkuð góð störf fyrir hreyfinguna með Paul Harris viðurkenningu, þeim Guðna Gíslasyni í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og Markúsi Erni Antonssyni í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt.

Báðir hafa unnið að útgáfumálum hjá umdæminu, Markús Örn hefur verið ritstjóri Rotary Norden og ritstjóri heimasíðu umdæmisins. Guðni hefur verið í vefnefnd umdæmisins í fjölda mörg ár og var kynningarstjóri umdæmisins. Báðir störfuðu þeir í Rótarýdagsnefndinni auk þess sem Guðni var aðstoðar umdæmisstjóri fyrir nokkrum árum síðan.
Umdæmisstjóri Guðmundur Jens Þorvarðarson afhenti Markúsi og Guðna Paul Harris orðu með tveimur safír steinum í.


Hfj_haus_01