Fréttir
Árshátíðin nálgast
Nú líður senn að árshátíð klúbbsins sem enginn vill missa af enda rómaðar hátíðir.Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt meðleikaranum Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur mun koma fram á hátíðinni, leikin verður síðdegistónlist meðan sest er að kvöldverði og svo listaukandi út matartímann. Kvöldverðurinn mun verða frekar íburðarmikill og kaffi á eftir. Búast má við stuttum tillögum og athugasemdum yfir borðum en ekki beinum ræðuhöldum. Tekist hefur að fá rómaða tónlistarmenn til að leika fyrir dansi sem duna mun fram á nótt svo þetta lítur mjög spennandi út.
Kl. 18.30 býður Jón Vignir árshátíðargestum í Nýja tölvu- og viðskiptaskólann sem er í næsta húsi við Skútuna þar sem árshátíðin fer fram en hjá Jóni verður tekið á móti fróðleik og léttum veitingum.
Miðaverð aðeins 4500 kr. Vinsamlegast takið með seðla á næsta fund. Ert þú ekki örugglega búin(n) að skrá þig?