27.7.2006
Þriggja mínútna erindin fara vel af stað
Í upphafi nýs starfsárs var tekin upp sú nýbreytni að félagar flytja 3ja mínútna erindi. Sigurþór Aðalsteinsson reið á vaðið í góða veðrinu í Heiðmörk og Guðmundur Rúnar Ólafsson flutti sitt erindi í dag. Báðir fjölluðu um fordóma þó frá mjög ólíku sjónarhorni. Virðist þessi nýbreytni falla í góðan jarðveg og hefur erindunum verið raðað niður á rótarýfélaga fyrir allt starfsárið. Forfallist sá sem flytja á erindi er hann ábyrgur fyrir því að skipta við annan félaga af listanum.