Fréttir

28.8.2006

60 ára afmælishátíð framundan

Undirbúningur að 60 ára afmælishátíð klúbbsins er komin í fullan gang. Afmælishátíðarnefndin undir forystu Bessa Þorsteinssonar hefur fengið Frímúrarahúsið í Hafnarfirði undir hátíðina, glæsilegt húsnæði undir mikla hátíð. Hátíðin verður laugardaginn 7. október. Ritnefnd afmælisblaðsins undir forystu Hjördísar Guðbjörnsdóttur er í önnum að undirbúa útgáfu á afmæisriti sem dreift verðu um bæinn og til rótarýklúbba og fjáröflunarnefndin undir foystu Sigurjóns Pétursson er að hefja störf við fjármögnun útgáfunnar. Þá er sögunefndin undir stjórn Björns Péturssonar tekin til starfa við að skrá síðustu 10 ár í sögu Hafnarfjarðar. Bjarni Jónsson hefur teiknað þá félaga sem hann hafði ekki teiknað fyrir 10 árum síðar, skemmtilegar skopmyndir en myndirnar birtust fyrst fyrir 10 árum í 50 ára afmælisriti klúbbsins. Félagar eru hvattir til að taka frá daginn en það má geta þess að umdæmisstjóri hefur tekið frá daginn en umdæmisstjóri og hans kona verða gestir klúbbsins á hátíðinni.

Hfj_haus_01