16.9.2004
Brusselferð undirbúin
Í gærkvöldi mættu um 50 Brusselfarar í Engidalsskóla. Ferðanefnd kynnti einstaklega vel undirbúna ferðaáætlun við góðar undirtektir Brusselfara. Björn Friðfinnsson flutti fróðlegt erindi um sögu Belgíu og Brussel. Erindið þótt mjög áhugavert. Eftir réttar tvær vikur verður hópurinn sem telur 60 manns á útleið.