8.2.2004
Fjölmennt til Keflavíkur
Klúbbfélagar fjölmenntu á fund í Keflavík fyrir skömmu en tilefnið var að Gunnhildur Sigurðardóttir, félagi okkar átti að flytja þar erindi um dvöl sína með Rauða krossinum í S-Afríku. Á fundinn í Keflavík mætti 21 rótarýfélagi úr klúbbnum okkar, þar á meðal voru allar konurnar í klúbbnum. Rótarýklúbbur Keflavíkur hefur ekki enn tekið inn konur. Kannski þessi heimsókn verði þeim hvatning. Fundurinn stóð hálftíma lengur en hefðbundinn fundartími segir og var það vegna einstakra undirtekta sem erindi Gunnhildar fékk.