Fréttir
  • Jón Auðunn Jónsson nýr forseti

4.7.2013

Stjórnarskipti, Jón Auðunn nýr forseti

Stjórnarskiptafundur var haldinn í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar í dag. Jón Auðunn Jónsson tók þá við sem forseti af Steingrími Guðjónssyni. Lagði Jón Auðunn áherslu á í stefnuræðu sinni á fjölgun félaga en ítrekaði líka mikilvægi þess að styðja við Rótarýsjóðinn.

Steingrímur Guðjónsson og Jón Auðunn Jónsson

Jón Auðunn kynnti komu skiptinemans, hennar Jessi, sem koma mun í ágúst. Sagði hann skiptinemastarfið gefandi og hvatti félaga til að taka þátt í að taka á móti skiptnemanum.

Steingrímur Guðjónsson og Jón Auðunn JónssonUpplýsti hann jafnframt að Jón Guðnason færi á vegum klúbbsins til Troyes í Frakklandi sem skiptinemi. 

Við stjórnarskiptin fékk nýr forseti drykkjarhornið góða frá InnerWheel konum og skútuna frá Færeyingunum til varðveislu.

Á fundinum var fyrri stjórn þökkuð störf sín og nýkjörinni stjórn færðar heillaóskir.

Jón Vignir Karlsson, Eyjólfur Sæmundsson, Jón Auðunn Jónsson, Gunnar Gunnarsson og Steingrímur Guðjónsson. Á myndina vantar J. Pálma Hinriksson
Ný stjórn: Jón Vignir, Eyjólfur, Jón Auðunn, Gunnar og Steingrímur. Á myndina vantar J. Pálma Hinriksson.


Hfj_haus_01