Fréttir

26.5.2008

Jónsmessuferð á Snæfellsnes - 21. júní

Takið frá 21. júní, því þá fara klúbbfélagar ásamt mökum í jónsmessuferð á Snæfellsnes. Mundu að skrá þig í ferðina hjá Hjalta, Hjördísi eða Sigurþór.

Lausleg ferðaáætlun:
Laugardagur 21. júní. Farið frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 9 með leigurútu.
Ekið um Hvalfjarðargöng, Borgarnes og Mýrar að Vegamótum, e.t.v. áð einu sinni, tvisvar á þessum kafla.
Frá Vegamótum farin Vatnaleið þvert yfir nesið að Stórbýlinu Kljá þar sem bóndinn á bænum, Sigfús Jónsson félagi okkar, tekur á móti hópnum og leiðir okkur um nágrenni sitt. Farið í Eyjasiglingu frá Stykkishólmi u.þ.b. 2 klst. Eftir siglingu verður grillað í grænni lautu hjá Sigfúsi á Kljá. Eftir matar- og kvöldfagnaðinn er ekið um Hvalfjörð til baka. Viðmiðun um heimkomu er 12.
Kostnaður ræðst nokkuð af fjöldanum en áætlað verð er kr. 6.000.- á mann.




Hfj_haus_01