16.7.2004
Fjölmenni í Heiðmörkinni
Það var góð mæting á fund klúbbsins í norska bústaðnum Torgeirsstöðum í Heiðmörk í gærkvöldi. Veðrið var að venju stórkostlegt og fundur hófst að venju með söng og menn fengu að spreyta sig á norsku í Torgeirsstaðasöngnum og tókst bara merkilega vel. Grillmaturinn var mjög góður og að snæðingi loknum flutti Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur og félagi í Rkl. Héraðsbúa stórskemmtilegt erindi um skógrækt og viðhorf til hennar. Kom m.a. fram að markið er að klæða 1,7% landsins með skógi og samt erum menn hræddir að við hættum að sjá hið íslenska landslag! Fleiri bættu í sarpinn í líflegri umræðu og rótarýfélagar og makar uppskáru ánægjulegt kvöld.