14.1.2004
GSE hópurinn valinn
GSE nefnd umdæmisins hefur valið þá þrjá þátttakendur sem fara í mánaðarferð til Kanada í maí. Einnig hefur Jón Halfdanarson Rkl. Akraness verið fenginn til þess að vera fararstjóri. Á myndinni eru frá vinstri: Sveinn Rúnar Traustason, landslagsarkitekt Akureyri, Alma Hallgrímsdóttir, flugumferðastjóri Reykjavík (Hafnfirðingur´), Jón Hálfdanarson, fararstjóri, Auður Steinarsdóttir, viðskiptafræðingur Reykjavík og Óskar Torfi Þorvaldsson, byggingartæknifræðingur Reykjavík. Hópurinn hefur þegar hafið undirbúning ferðarinnar sem verður örugglega geysilega spennandi.