Fréttir
Nýr félagi - Magnús Ægir Magnússon
Fimmtudaginn 9. október bættist nýr félagi í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar er Magnús Ægir Magnússon fjármálaráðgjafi var tekinn inn í klúbbinn. Hann kemur í klúbbinn fyrir starfsgreinina Fjármálaþjónustu.
Magnús er rekstrarhagfræðingur að mennt og löggiltur verðbréfamiðlari. Hann er giftur Ölmu Sigurðardóttur og á tvö börn. Magnús var áður félagi í Rótarýklúbbi Keflavíkur og því vel kunugur rótarýstarfinu. Var hann boðinn velkominn í hópinn.
Á myndinni má sjá Jóhannes Pálma forseta klúbbsins ásamt Magnúsi og Guðbjörgu Alfreðsdóttur umdæmisstjóra sem heimsótti klúbbinn þennan sama dag.