Fréttir

13.7.2006

Stjórnarskipti

Í dag var mökum boðið að koma með á fund og nýttu sér þetta þó nokkrir félagar og var fundurinn hinn hátíðlegasti. Kristján Stefánsson, fráfarandi forseti þakkaði stjórnarmönnum gott samstarf og afhenti Guðna Gíslasyni forsetakeðjuna og forsetamerkið og þar með skyldum að gegna stöðu forseta klúbbsins starfsárið 2006-2007. Kristján færði Guðna einnig drykkjarhornið fræga og færeyska bátinn sem honum var falið að varðveita hjá sér næsta starfsár. Að því loknu flutti Guðni stefnuræðu nýs forseta og kynnti áformin í starfi á 60 ára afmælisári klúbbsins. Guðni tileinkaði forsetatíð sína Birni Ólafssyni, sem, ef hann hefði lifað, hefði verið að taka við forsetaembættinu og Gísla Jónssyni, föður sínum og rótarýfélaga, sem lést árið 1999. Stefnuræðuna má lesa í heild sinni undir Stjórn og skýrslur hér til hliðar.

Hfj_haus_01