Fréttir

27.9.2014

Skógarhögg rótarýmanna

Göngustígar gerðir og skógurinn opnaður

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar er með land í fóstri á milli Klifsholta, skammt frá Kaldárseli. Þar hefur verið plantað nær árlega í áratugi og nú var komið að alvöru grisjun. Nokkrum sinnum hefur verið grisjað en í minni mæli auk þess sem framkvæmdasjóður klúbbsins hefur selt jólatré úr skóginum sem rótarýfélagar hafa sjálfir fellt. Nú var vel tekið á, menn voru mættir með sagir af öllum stærðum þar af tveir með keðjusagir. Svo vel vildi til að einn rótarýsonurinn er skógfræðingur og mætti hann vopnaður vandaðri keðjusögu. Bestu þakkir til þín Björn Traustason! Markmiðið var að opna skóginn en halda hinu fallega rjóðri jafnframt því að marka göngustíga um svæðið. Mikið verk er enn óunnið og staflinn af greinum og trjám sem dregin voru út úr skóginum var stór. Skóginum er ætlað að vera griðarstaður fyrir þá sem eiga þarna leið um.

Nú var vel tekið á, menn voru mættir með sagir af öllum stærðum þar af tveir með keðjusagir. Svo vel vildi til að einn rótarýsonurinn er skógfræðingur og mætti hann vopnaður vandaðri keðjusögu. Bestu þakkir til þín Björn Traustason! Markmiðið var að opna skóginn en halda hinu fallega rjóðri jafnframt því að marka göngustíga um svæðið. Mikið verk er enn óunnið og staflinn af greinum og trjám sem dregin voru út úr skóginum var stór. Skóginum er ætlað að vera griðarstaður fyrir þá sem eiga þarna leið um.

Smelltu á myndina til að sjá fleiri myndir á Facebook!
Hfj_haus_01