1.12.2005
Hátíðartónleikar Rótarý
Hinir árlegu hátíðartónleikar Rótarýs verða í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, laugardagskvöldið 7. janúar 2005, kl. 20.00. Ef aðsókn gefur tilefni til verða tónleikarnir endurteknir sunnudagskvöldið 8. janúar - en í fyrstu verður aðeins skráð á biðlista 8. jan. þar til séð verður hver aðsókn verður) Tónlistin er nú sem áður valin af Jónasi Ingimundarsyni og mun hann að venju annast allar kynningar á því sem fram fer. Hann hefur ákveðið að kvöldið skuli helgað Wolfgang Amadeus Mozart í tilefni þess að á árinu verða liðin 250 ár frá fæðingu þessa mikla snillings -- en afmælisins verður frá áramótum minnst um allan heim. Píanóleikarinn ungi og efnilegi Víkingur Heiðar Ólafsson, sá sem fékk viðurkenningu Rótarý á sl. ári, leikur á píanó af sívaxandi færni sinni, bæði einleik og með félögum úr Blásarakvintett Reykjavíkur. Ung og glæsileg sópransöngkona, Margrét Sigurðar¬dóttir, sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir söng sinn og fjölþætta tónlista¬rgáfu, syngur við undirleik Jónasar. Miðaverð er ennþá hagstæðara en undanfarin ár eða kr. 2.500, sem teljast reifarakaup fyrir fágæta kvöldstund -- ljúfa tónlist, frábæra listamenn og félagsskap sem ekkert jafnast á við. -- Mælst er til að fólk mæti prúðbúið til hátíðartónleikanna. Tónlistarverðlaun Rótarý, sem efnt var til á 100 ára afmæli hreyfingarinnar í fyrra, verða nú veitt öðru sinni. Styrkþeginn er leynigestur kvöldsins - en hann mun einnig leika á tónleikunum. Stefnt er að því að bjóða upp á léttar guðaveigar í hléinu að venju. Félagar eru eindregið hvattir til að láta ekki tónleikana fram hjá sér fara -- og bjóða gjarna með sér vinum til að njóta tónlistarinnar og kynnast um leið þeim góða og holla anda sem í Rótarýhreyfingunni ríkir. Sala aðgöngumiða hefst mánudaginn 5. desember nk. og er miðasala Salarins opin virka daga kl. 9-16; hægt er að panta í síma 5 700 400 og greiða þá með kreditkorti (sjá nánar www.salurinn.is). Ekki verður tekið við pöntunum án greiðslu eða ávísunar á greiðslukort.