Fréttir

1.6.2007

Fær friðarstyrk Rótarý

Pálín Dögg Helgadóttir sem Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar sendi sem sinn umsækjanda fékk Friðarstyrk Rótarý að þessu sinni og er þannig 6. íslenski styrkþeginn.

Þessir styrkir hafa verið veittir frá árinu 2002 og í hvert sinn hefur einn styrkur fallið íslenskum umsækjanda í hönd. Það er mikill heiður, því hvert og eitt hinna 530 rótarýumdæma getur sent inn umsókn og því margir um hituna.Pálín Dögg er fædd árið 1974. Hún er tungumálamanneskja og talar vel ensku, dönsku, spænsku og svo auðvitað íslensku en þar að auki segist hún hafa grunnþekkingu í bæði þýsku og frönsku. Pálín hefur BA gráðu í manfræði frá HÍ og stundaði nám við Háskólann í Barcelona á Spáni sem ERASMUS skiptinemi.

Hfj_haus_01