Fréttir

25.8.2006

Góður fundur með umdæmisstjóra

Guðni Gíslason, forseti klúbbsins afhendir umdæmisstjóra, sögu klúbbsins og rótrýbindi að gjöf.

Guðmundur Björnsson og kona hans Vilborg Georgsdóttir heiðraði klúbbinn með nærveru sinni í gær. Fyrir fundinn hitt umdæmisstjóri stjórn og formenn rótarýnefnda og voru ýmis rótarýmálefni rædd. Umdæmisstjóri var ánægður með starf og áætlanir klúbbsins enda er klúbburinn einn öflugasti rótarýklúbbur landsins, þó ávallt megi gera betur. Góð mæting var á rótarýfundinum og var umdæmisstjóri ræðumaður dagsins og var gerður góður rómur af erindi hans. Margrét Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri umdæmissins kom einnig á fundin og var þetta fyrsti rótarýfundurinn sem hún situr. Hallgrímur Jónasson flutti 3 mínútna erindi og gerði það vel eins og honum er lagið. Erindin hafa öll verið mjög fræðandi og er almenn ánægja með þennan nýja sið.

Hfj_haus_01