Fréttir

21.12.2003

Starfshópskiptin

Hópurinn sem fer til Kanada á næsta ári í starfshópaskiptum Rótarý hefur verið valinn. Fararstjóri verður Jón Hálfdanarson, Rótarýklúbbi Akraness en hann fór sjálfur í slíka ferð árið 1980. Þau sem fara eru Alma Hallgrímsdóttir, 27 ára flugumferðarstjóri, tilnefnd af Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, Auður Steinarsdóttir, 29 ára viðskiptafræðingur, tilnefnd af Rótarýklúbbi Grafarvogs, Óskar Torfi Þorvaldsson, 36 ára bygginartæknifræðingur, tilnefndur af Rótarýklubbi Reykjavík-Austurbær og Sveinn Rúnar Traustason, 34 ára landslagsarkitekt, tilnefndur af Rótarýklúbbi Eyjafjarðar. Hópurinn fer til Ontario 8. maí nk. og snýr til baka 6. júní.

Kanadíski hópurinn sem hingað kemur hefur líka verið valinn. Fararstjóri er Martin Ward (sitjandi) ásamt þátttakendunum (f.v.) Jennifer Corbett (social worker), Sheldon Valeda (teacher-science & physics), Monica Hall (Group Fitness supervisor) og Janette Loveys (manager). community development)


Hfj_haus_01