Fréttir

20.6.2013

Golfmót rótarýklúbbanna 16. júlí

Hið árlega golfmót rótarýklúbba á Íslandi verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. Mótið verður haldið á Keilisvellinum í Hafnarfirði, þriðjudaginn 16. júlí.
Makar rótarýfélaga eru velkomnir og hafa þeir möguleika á að keppa til allra verðlauna utan sveitarkeppninnar, en þar telja tveir bestu rótarýfélagar frá hverjum klúbbi. Keppt verður í punktakeppni með forgjöf hjá einstaklingum og sveitum. Þar að auki verður keppt um besta skor (brutto) einstaklinga og næst holu á öllum par 3 brautum.

Skráning í mótið fer fram á golf.is eða hjá Golfklúbbi Keilis í síma 555 3360.
Opnað verður fyrir skráningu í mótið til kl. 18 sunnudaginn 14. júlí. Rástímar keppenda verða komnir á golf.is mánudaginn 15. júlí.
Öll holl verða ræst út frá fyrsta teig og rástímar verða frá kl. 9.00 um morguninn. Við ræsingu holla verður farið nánar yfir keppnisfyrirkomulag og staðarreglur.
Að loknum leik verður boðið upp á hádegismat sem er innifalinn í verðinu. Þá verður    verðlaunaafhending, dregið úr skorkortum og næsti klúbbur valinn til að halda mótið árið 2014.
Þátttökugjald er kr. 6.500 á mann.
Rótarýklúbbar eru beðnir um að upplýsa rótarýfélaga um mótið og hvetja til góðrar Þátttöku.
Nánari upplýsingar veita eftirtaldir félagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar:
Gunnar Hjaltalín, s.  892 4454, gunnar@egh.is
Jón Vignir Karlsson, s. 896 2555, jvk@ntv.is
J. Pálmi Hinriksson,  s. 863 6083, p@siminn.is
Guðmundur Friðrik Sigurðsson, s. 696 0202, g.fridrik@simnet.is


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning